banner forsida600x150

Félagsfundur laugardaginn 3. júní kl. 17 á Ölveri

Stjórn Chelsea klúbbsins boðar hér með til félagsfundar laugardaginn 3. júní n.k. í Ölveri og hefst hann kl. 17:00.

Fundarefni:

    Breyting á reglum Chelsea um árgjöld, inneignir og félagsaðild.
    Dregið í vorhappdrætti Chelsea klúbbsins.
    Úrslit kunngjörð í Tippleik Chelsea.is, afhending vinninga.
    Keppnistímabilið 2017 – 2018, miða- & hótelpantanir.
    Leikmaður ársins, úrslit kosningar kunngjörð.
    Önnur mál.

Einn heppinn fundargestur hlýtur smáglaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn, verður það þú?

Að fundi loknum, u.þ.b. klukkan 18:00, hefst svo upphitun fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu, Juventus og Real Madrid eigast við í Cardiff og hefst leikurinn kl. 18:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Ölveri.