banner forsida600x150

Hópferð á leik Chelsea v Swansea City

UPPSELT !

Hvað gerist á Stamford Bridge að þessu sinni? Núna eru það leikmenn Swansea City með Gylfa Þór Sigurðsson í fararbroddi sem mæta á svæðið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður bara gaman enda Gaman Ferðir og Chelsea-klúbburinn á Íslandi saman í þessari veislu . Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð með Chelsea-klúbbnum á Íslandi.

Verð 
Ferðin kostar 99.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air til London Gatwick, 20 kg taska og 10 kg handfarangur, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, gisting á hóteli með morgunverði (Full English breakfast) í þrjár nætur í London, drykkur í Delta Lounge fyrir leik, þriggja rétta máltíð á Restaurant 55 á Stamford Bridge, leikskrá leiksins og miði á langhlið (West Stand), skoðunarferð um Stamford Bridge og passi í Chelsea Museum. Miðar á leikinn eru afhentir á hótelinu í London. 

Leikur
Leikur Chelsea og Swansea City fer fram laugardaginn 25. febrúar klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.

Chelsea-klúbburinn á Íslandi
Gaman Ferðir eru stoltir samstarfsaðilar Chelsea-klúbbsins á Íslandi. Allar upplýsingar um klúbbinn fást á vefsíðunni www.chelsea.is

Einstaklingsherbergi / Þriggja manna herbergi
Það kostar 15.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi. Það er möguleiki á þriggja manna herbergi á þessu hóteli.

Kortalán / Netgíró
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Flugferðin 
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 24. febrúar klukkan 6:20. Flogið er heim á leið mánudaginn 27. febrúar klukkan 20:40. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.

Hótel 
Millennium & Copthorne Hotels At Chelsea Football Club
Stamford Bridge 
Fulham Road, London

0-0 Trygging
Gaman Ferðir ætla í vetur að bjóða upp á sérstaka 0-0 tryggingu í ferðum sínum. Ef þú kaupir 0-0 tryggingu þegar þú kaupir fótboltaferðina og leikurinn fer 0-0, þá færðu aðra ferð* með Gaman Ferðum til London til að sjá liðið þitt. Nú er sem sagt hægt að tryggja sig sérstaklega fyrir markaleysi í ferðum Gaman Ferða. Þessi einstaka 0-0 trygging kostar 9.900 krónur fyrir hvern einstakling í ferð. Hægt er að skoða skilmála fyrir 0-0 tryggingu Gaman Ferða á vefsíðu okkar undir skilmálar.

Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða. 

Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku að hámarki 10 kg. í handfarangri (minni gerðin) auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Bestu kveðjur.
Gaman Ferðir / Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.