banner forsida600x150

Aðalfundur Chelsea klúbbsins laugardaginn 24. september

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2016 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 24. september n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinn á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!

 

Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Arsenal og Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá The Emirates en leikur liðanna hefst kl. 16:30.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 22. september n.k.

Þá mun hótelið bjóða félagsmönnum sem hyggja á gistingu á hótelinu þessa sömu helgi sérstök kjör á verði gistingar í tilefni aðalfundarins, 2ja manna herbergi með morgunverði á kr. 26.000.- (kr 13.000.- á mann), góð herbergi í turnálmu hótelsins.

OG Orkan verður með sérstakan Ofurdag fyrir handhafa Chelsea Orkulykils/korts í tilefni dagsins, því er um að gera fyrir þá félagsmenn sem hafa ekki enn sem komið er tryggt sér Chelsea Orkulykil/kort að drífa í slíku, smella á Orkuna á forsíðu www.chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn.

Bestu kveðjur,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.