banner forsida600x150

Heilsað upp á Petr Cech

IMG 1265
Fulltrúar Chelsea klúbbins á Íslandi, ásamt föruneyti, urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta og ræða við Petr Cech, markvörð Tékka og Chelsea FC, á Grand Hótel síðasta miðvikudagskvöld. Ásamt því að skila til hans góðum óskum frá stuðningsmönnum Chelsea hér á Fróni færðu fulltrúarnir honum gjöf fyrir hönd Chelsea klúbbsins á Íslandi. Að vanda var um að ræða hina margverðlaunuðu ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, ,,Lost in Iceland”.
 
Chelsea klúbburinn hefur áður gefið bókina við slík tilefni og ætti flestum lesendum að vera ljóst engin tilviljun er að baki valinu - bæði er þetta frábær bók og titill hennar enn betri. Þá má benda á að þetta hefur hingað til gefið afskaplega góða raun fyrir mikilvæga landsleiki.
 
Petr Cech er vel máli farinn, geðugur og kurteis með eindæmum, þakkaði vel fyrir sig og bað fyrir góðum kveðjum til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi. Hann gerði nú einnig gott betur en það og kom öllum á óvart þegar hann snaraði markvarðartreyju úr vasa sínum ásamt penna og spurði; ,,Hvað á ég svo að skrifa”? Petr gaf sér góðan tíma í spjall og myndatökur og rifjaði m.a. upp leikinn sem hann lék hér á landi með U21 landsliði Tékka og voru lýsingar hans á íslensku veðri óborganlegar. Hann tjáði okkur einnig að kona hans hafi þrýst á um koma með til að skoða landið í þessari ferð en sökum tímaskorts gengu þau plön ekki eftir. Vonandi finna þau áhugaverða staði í bókinni góðu til að heimsækja í framtíðinni. Að auki var ýmislegt áhugavert rætt sem ekki verður þó tíundað hér. Hér að neðan má sjá myndir af treyjunni góðu og einum leynigesti með Petr Cech.
 
Screen Shot 2015-06-11 at 23.32.20