Cadbury vefbordi 600x150px

Kjör á leikmanni - úrslit

Nú liggja fyrir úrslit í kjöri á leikmanni ársins hjá Chelsea Football Club 2014 – 2015 á meðal félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Því miður var þátttakan frekar dræm, aðeins 48 gild atkvæði bárust, tvö atkvæði voru send inn of seint en það kom ekki að sök, höfðu ekki áhrif á efstu sætin.

Það var hins vegar mjög svo tvísýnt um úrslit, tveir leikmanna Chelsea höfðu yfirburði í þessu kjöri og er upp var staðið munaði aðeins einu atkvæði á þeim en fimm leikmenn Chelsea fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni.

Úrslitin urðu sem hér segir:

  1. Eden Hazard 19 atkvæði
  2. Branislav Ivanovic 18 atkvæði
  3. Nemanja Matic 6 atkvæði
  4. John Terry 3 atkvæði
  5. Thibaut Courtois 2 atkvæði


Hazard endurtók því leikinn frá í fyrra, tveir fulltrúar einhvers heppins stuðningsklúbbs Chelsea er þátt tóku í kjörinu munu verða þeirrar ánægju aðnjótandi að afhenda Hazard viðukenningu í tilefni kjörsins fyrir leik Chelsea v Crystal Palace á Stamford Bridge laugardaginn 2. maí n.k.

„Ég vann“

Og einn þátttakenda í kjörinu hér heima mun svo fá glaðning frá stjórn klúbbsins en nafn hans verður dregið úr röðum þátttakenda á næsta stjórnarfundi í félaginu.

Til gamans má svo geta þess að John Terry fékk bæði atkvæðin er bárust of seint!

Með meistarakveðju,

Stjórnin.