banner forsida600x150

Máttur imbans mikill - breyttir leikdagar

Nokkrir af leikjum Chelsea í aprílmánuði  í Úrvalsdeildinni hafa nú verið færðir til frá upprunalegri leikjaskrá og eru þessar tilfærslur  tilkomnar vegna beinna útsendinga frá leikjunum í sjónvarpi.

  • Chelsea v Stoke City, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 4. apríl og hefst kl. 16:30.
  • Queens Park Rangers v Chelsea, fer fram á Loftus Road sunnudaginn 12. apríl og hefst kl. 12:30, (með fyrirvara vegna umferðar í Meistaradeild þriðjudagskvöldið 14. apríl).
  • Chelsea v Manchester United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 18. apríl og hefst kl. 16:30, (með fyrirvara vegna þátttöku Manchester United í FA Cup).
  • Arsenal v Chelsea, fer fram á Emirates Stadium sunnudaginn 26. apríl og hefst kl. 15:00.
  • Leicester City v Chelsea, fer fram á King Power Stadium miðvikudagskvöldið 29. apríl og hefst kl. 18:45.

Allir ofantaldir leikir verða sýndir beint á SKY SPORTS.
ATHUGIÐ að leiktímar eru samkvæmt íslenskum tíma en Bretar færa sig yfir á sumartíma 29. mars n.k.!