banner forsida600x150

Heppnir handhafar Orkulykilsins

Vinningshafar-Chelsea-lykla-leikurNú hafa verið dregin út nöfn þriggja heppinna félaga í Chelsea klúbbnum sem jafnframt eru handhafar Chelsea Orkulykils. Það eru þau:

  • Magnús Daníel Karlsson
  • Björn Ágúst Júlíusson
  • Elsa Guðmunda Jónsdóttir

Þau virkjuðu lykilinn fyrir 29. janúar s.l. og hlýtur hver þremenninganna 15.000.- króna inneign hjá Orkunni / Skeljungi h.f. Hinum heppnu verða sendar staðfestingar vegna þessa í ábyrgðarpósti af Orkunni / Skeljungi hf. á næstu dögum.

Um leið og við þökkum frábærar undirtektir við þessu sameiginlega átaki Chelsea klúbbsins og Orkunnar / Skeljungs hf. minnum við á að það er aldrei of seint að sækja um og virkja Chelsea Orkulykil, þið sem hafið ekki komið því í verk enn sem komið er endilega drífið nú í hlutunum, smellið á vörumerki Orkunnar á forsíðu Chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn!

Ef þið hafið nú þegar yfir Chelsea Orkulykli að ráða en ekki virkjað hann er ekki eftir neinu að bíða, eða hvað!
Og það er meiri glaðningur á ferðinni handan við hornið, missið nú ekki af lestinni, verðið ykkur út um Chelsea Orkulykil og virkjið hann sem fyrst, þá er aldrei að vita!