banner forsida600x150

Ódýrara eldsneyti fyrir meðlimi Chelsea klúbbsins

undirritunÞann 12. nóvember undirrituðu fulltrúar Chelsea klúbbsins á Íslandi og Skeljungs h.f./Orkunnar samning um áframhald samtarfs þessara aðila til næstu þriggja ára með sjálfkrafa framlengingu um eitt ár segi ekki annar hvor aðilinn eða báðir samningnum upp á samningstímabilinu.

Það er morgunljóst að Skeljungur h.f./Orkan býður ávallt upp á hagstæðasta verð á eldsneyti hér á landi, það er því okkur fagnaðarefni að framlengja samstarfið við Skeljung h.f./Orkuna, félagsmönnum í Chelsea klúbbnum sem og klúbbnum sjálfum og vildarmönnum hans til hagsbóta.

Samningurinn er á sömu nótum og sá fyrri en helstu ákvæði hans er að finna hér að neðan.

Af þessu tilefni þessa býður Skeljungur h.f./Orkan handhöfum Chelsea Orkulykla upp á sérstaka Chelsea ofurhelgi næstkomandi laugardag og sunnudag sé greitt fyrir eldsneyti með Chelsea Orkulykli. Svo er bara að fylla á tankinn á laugardagsmorgun, vera dugleg á helgarrúntinum og fylla svo aftur á fyrir lok sunnudagsins.

 

Ódýrara eldsneyti fyrir meðlimi Chelsea klúbbsins, vini þeirra, vandamenn og velunnara Chelsea Football Club!
Chelsea klúbburinn á Íslandi og Orkulykillinn hafa skrifað undir samstarfssamning. Meðlimir klúbbsins, vinir þeirra og vandamenn fá eftirfarandi kjör.

Orkulykillinn veitir afslátt af eldsneyti og bílatengdum vörum á 67 bensínstöðvum hjá Orkunni og Shell
• 10 kr. afsláttur í 6 fyrstu áfyllingarnar á hvern lítra
• 5 kr. afsláttur á dælu hjá Shell á hvern lítra
• 5 kr afsláttur á dælu hjá Orkunni á hvern lítra
• 10 kr. afsláttur á dælu hjá Orkunni á sérstökum Ofurdögum, (12 sinnum á ári) á hvern lítra
• 15 kr afsláttur af dælu, hvort sem er hjá Shell eða Orkunni á afmælisdaginn á hvern lítra
• 15-20% afslátt af ýmsum bílatengdum vörum og þjónustu hjá Shell, Skeljungi og samstarfsaðilum (sjá nánar á vef Orkunar www.orkan.is).
• Þín stöð: 2 kr. aukaafsláttur á hvern lítra.
• Þrepakerfi því meiri kaup því meiri afsláttur o.fl., o.fl.

Allur afsláttur er í krónum en ekki skilyrtum punktum.

Sæktu um á www.orkan.is og skrifaðu „Chelsea“ í reitinn „hópur“ og þú færð sendan sérstakan Orkulykil merktan Chelsea klúbbnum.

Þú getur einnig sótt um á www.Chelsea.is, smellir bara á vörumerki Orkunnar á forsíðu!

Og síðast en ekki síst, þau ykkar sem hafa yfir Orkulykli að ráða sem ekki er tengdur Chelsea klúbbnum, en hafið áhuga á að styðja við bakið á okkur, getið fengið lykilinn tengdan klúbbnum með einu símtali í símanúmer 578 8800, biðjið einfaldlega þjónustufulltrúann sem verður fyrir svörum að tengja ykkur við Chelsea klúbbinn, svo einfalt er það nú.

Og þið fáið þetta líka gríðarlega fallega Chelsea merki sent til að líma á Orkulykilinn ykkar!

Sama gildir um vini og vandamenn sem hafa áhuga.

Með meistarakveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.