banner forsida600x150

Andreas Christensen

Cristiansen

Andreas Christensen, danska ungstirnið hjá Chelsea, er staddur hér á landi um þessar mundir með U-21 landsliði Danmerkur en Ísland og Danmörk eigast við í dag í seinni umspilsleik þjóðanna um laust sæti í úrslitakeppni EM U-21 sem fer fram í Tékklandi næsta sumar.


Formaður Chelsea klúbbsins heilsaði upp á “landa” sinn í gær og færði leikmanninum smáglaðning frá Chelsea klúbbnum í tilefni af dvöl hans hér á landi.

Christensen varð vægast sagt mjög undrandi á að honum væri sýndur slíkur sómi en jafnframt ánægður og bað fyrir bestu kveðjur og þakklæti til félaga í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Svo er það bara spurning hvort Christensen verði jafn “Lost in Iceland” og Niðurlendingarnir sem voru niðurlægðir í Laugardalnum í gærkvöld!