banner forsida600x150

Heilsað upp á Hollendinga

Hiddink
Hollenska landsliðið í knattspyrnu lenti á Fróni í dag og kemur til með að eiga við það íslenska í mikilvægum leik annað kvöld.

Af því tilefni var fulltrúi íslenska Chelsea klúbbsins mættur til þess að taka á móti þeim Hollendingum sem eiga þátt í sögu Chelsea Football Club. 

Var þeim Arjen Robben, Jeffrey Bruma og Guus Hiddink færður þakklætisvottur fyrir þeirra framlag til okkar ástkæra félags. Greinilegt var að gerningurinn kom þeim nokkuð á óvart og höfðu þeir gaman af, þá sér í lagi Hiddink sem augljóslega þótti mikið til koma. 

Þá báðu þeir allir fyrir góðum kveðjum til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi.

 

 

Bruma Robben