Cadbury Fingers vefbordi 600x150px
banner forsida600x150

HM leikur Chelsea klúbbsins

Nú styttist í heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu en hún hefst í Brasilíu 12. júní n.k. og eins og fram kom á félagsfundi Chelsea klúbbsins fyrir skömmu síðan ætlum við að skella okkur í HM leik í samvinnu við Íslenskar getraunir.

Fyrirkomulagið er einfalt, þátttakendur leggja framlag sitt inn á reikning hjá Chelsea klúbbnum og stjórn klúbbsins fær svo getspaka Tipplinga úr Tippleik Chelsea.is til liðs við okkur og munu þeir taka að sér að geta til um úrslit leikja á HM seðlum Íslenskra getrauna fyrir okkar hönd.

Lágmarksframlag hvers þátttakanda er kr. 1.000.- en ekkert hámark, vinningar greiðast svo í hlutfalli við framlag hvers og eins

Það fer svo eftir því hve mikið safnast í pottinn fyrir fyrsta leik hversu margar raðir við tippum á hverju sinni í hverri umferð, opinn seðill, sparnaðarkerfi eða útgangskerfi, allir möguleikar opnir!

Það verða spilaðar þrjár umferðir hvar eingöngu verða leikir í HM á seðlunum, verða vinningar greiddir út að þeim loknum.

Þátttökugjald greiðist fyrir fimmtudaginn 12. júní 2014.

Reikningsnúmer klúbbsins er 0133-15-200166. Kt. 690802-3840, athugið að setja HM í tilvísun/skýring greiðslu og kennitölu ykkar sem greiðandi.

Með HM kveðju,

Stjórn Chelsea klúbbsins.

P.S. Hópurinn okkar sem nefnist einfaldlega Chelsea er með hópnúmer 121 – 248 og við styrkjum ÍFR, þ.e. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík að þessu sinni.