banner forsida600x150

Chelsea og Bournemouth - Carabao Cup 17. des.

Chelsea og Bournemouth  eigast við í fimmtu umferð Deildabikarsins (Carabao Cup) á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 17. desember n.k.Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 12:00 föstudaginn 9. nóvember. Miðaverði er stillt í hóf og eru miðarnir nánast á hálfvirði, sama verð í allar stúkur sem í boði eru.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2018 verður haldinn í Hvammi á Grand 4. nóv. kl. 14:30.

Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi 2018 verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 4. nóvember n.k. og hefst fundurinn kl. 14:30.

Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn. Veglegir vinningar að vanda!


Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Chelsea gegn Crystal Palace í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá Stamford Bridge en leikur liðanna hefst kl. 16:00. Og að sjálfsögðu mætir Willum Þór á staðinn og spáir og spekúlerar í leikinn og gengi Chelsea ásamt fundargestum.

Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til  að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 1. nóvember n.k.

Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.

Tilfærsla á leikjum í des og jan

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember 2018 og janúar 2019 verða fluttir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

 • Chelsea vs Fulham, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 2. desember  og hefst kl. 12:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Wolverhampton Wanderes vs Chelsea, fer fram á Molineux Stadium miðvikudagskvöldið 5. desember og hefst kl. 19:45, sýndur beint á BT.
 • Chelsea vs Manchester City, fer fam á Stamford Bridge laugardaginn 8. desember og hefst kl. 17:00, sýndur beint á BT.
 • Brighton & Hove Albion vs Chelsea, fer fram á The Amex Stadium sunnudaginn 16. desember og hefst kl. 13:30, sýndur beint á  SKY SPORTS.
 • Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road miðvikudagskvöldið 26. desember og hefst kl. 19:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Crystal Palace vs Chelsea, fer fram Selhurst Park sunnudaginn 30. desember og hefst kl. 12:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Southampton, fer fam á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 2. janúar og hefst kl. 19:45, sýndur beint á SKY SPORTS.
 • Chelsea vs Newcastle United, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn 12. janúar og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT.
 • Arsenal vs Chelsea, fer fram á The Emirates laugardaginn 19. janúar og hefst kl. 17:30, sýndur beint á BT.

Chelsea og Derby County - forkaupsréttur

Chelsea og Derby County eigast við í fjórðu umferð Deildabikarsins (Carabao Cup) á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 31. október n.k.

Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til og með morgundagsins, þ.e. fimmtudagsins 4. október. Miðaverði er stillt í hóf og eru miðarnir nánast á hálfvirði, sama verð í allar stúkur sem í boði eru.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Endurnýjanir

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú ert búinn að endurnýja þá er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nafnið þitt er ekki að finna þar átt þú einfaldlega eftir að endurnýja.

Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

P.S. Teljir þú þig vera búinn að endurnýja en nafnið þitt vanti í fálagatalið þá endilega sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Liverpool - Chelsea í Carabao Cup

Liverpool og Chelsea eigast við í þriðju umferð Carabao Cup (Deildabikarinn) á Anfield Road miðvikudagskvöldið 26. september n.k. Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til kl. 15:00 á morgun, föstudag 14. september 2018. 

Chelsea Football Club hefur ákveðið að fella þennan leik undir Loyalty punkta regluna og þarf hver sá er óskar eftir miða á þennan leik í forkaupsrétti okkar að ráða yfir 5 Loyalty punktum.

Miðar eru nánast á hálfvirði á þennan leik, tekið er við miðapöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Hazard og Batshuayi færðar gjafir

Belgíska landsliðið í knattspyrnu lenti á Fróni í gær og kemur til með að eiga við það íslenska í mikilvægum leik í kvöld. Af því tilefni voru fulltrúar íslenska Chelsea klúbbsins mættir til þess að taka á móti þeim Belgum sem eiga þátt í sögu Chelsea Football Club. 

Voru þeim Eden Hazard og Michy Batshuayi færðar gjafir sem félagsmenn okkar kannast vel við og hafa jafnan haft góð áhrif á úrslit landsleikja í gegnum tíðina.

Þá ætluðu fulltrúar okkar að veita þeim Courtois, Lukaku og Hazard yngri sama þakklætisvott fyrir þeirra framlag til okkar ástkæra félags.

Af einhverjum ástæðum fórst það fyrir, annars vegar vegna titils bókarinnar og má segja að "karma" hafi leikið einhverja rullu í því að einhver ónefndur fékk ekki gjöfina afhenta.

Hins vegar virtust sumir í mikilli tímaþröng og því fór sem fór.

Eden Hazard hafði hins vegar húmor fyrir titlinum og bað fyrir góðar kveðjur til stuðningsmanna Chelsea á Íslandi.

batsuay-karl-h-hillers wide

Þess má til gamans geta og rifja upp að þessi siður að færa leikmönnum Chelsea FC og knattspyrnustjórum, bæði fyrrverandi sem og núverandi, er hingað koma með landsliðum sínum sambærilega gjöf reynst ágætis innlegg í leikina. Má þar nefna heimsóknir á borð við þegar:

 1. Petr Cech kom með landsliði sínu - http://chelsea.is/frettaefni/268-heilsadh-upp-a-petr-cech
 2. Hollendingar komu hingað til lands - http://chelsea.is/frettaefni/234-heilsadh-upp-a-hollendinga
 3. og þegar Andreas Christensen kom í heimsókn með því danska - http://chelsea.is/frettaefni/235-andreas-christensen

Svo er bara spurning hvað verða vill á móti Belgum í kvöld,  11. sepember 2018, á Laugardalsvellinum.