banner forsida600x150

Nýtt hjá Íslenskri Getspá

Ágætu Tipplingar.

Íslensk Getspá býður nú upp á svokallaða „Outright markaði“ á Lengjunni. Þar er m.a. hægt að tippa á hver stendur uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni og hver verður markakóngur deildarinnar. Hægt er að nálgast allar upplýsingar undir liðnum ,,Sigurinn“ á heimasíðu Getrauna, smellið á 1X2 lógóið á www.chelsea.is (er á rúllandi auglýsingarborða á síðunni), síðan á Getraunaleikir – Lengjan – Spila -Sigurinn og þið eruð komnir í rétta umhverfið.

Það má geta þess sem dæmi að eins og stendur er stuðullinn á okkar menn 8.75 og sá líklegasti okkar manna til að verða markakóngur er Hazard með stuðulinn 34.

Endilega kynnið ykkur málið.


Góða skemmtun.

Umsjónarmenn.

Tippleikurinn

Tippleikur Chelsea.is er nú kominn á stjá að nýju, fyrsta tippið brestur á á laugardaginn er Chelsea heimsækir Huddersfield Town í Úrvalsdeildinni.

Reykjavíkurmaraþonið - Minningar- og styrktarsjóður hlýtur áheit

bjorn
Einn af okkar félögum, Björn Ágúst Júlíusson, ætlar að skella sér í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar hann áheitum sem munu renna í Minningar- og styrktarsjóð Chelsea klúbbsins á Íslandi.

Um leið og við þökkum Birni kærlega fyrir hugulsemina skorum við á ykkur að heita á Björn og styrkja í leiðinni Minningar- & Styrktarsjóðinn.

Hér er svo síðan til að styrkja átakið

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=62475

 

Endurnýjanir vs Loyalty punktar 2018 - 2019

Nú er aðeins tæp vika til stefnu ætlir þú að tryggja þér 5 Loyalty punkta vegna endurnýjunar hjá Chelsea Football Club, punktar sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á leiki með Chelsea á komandi keppnistímabili.

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búin að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja.

Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

ATHUGIÐ að til að vinna sér inn 5 Loyalty punkta þarf að endurnýja fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí n.k. en á meðal leikja Chelsea fram að áramótum sem punktana 5 þarf til má nefna heimaleiki gegn Liverpool, Manchester United og Manchester City, útileiki gegn West Ham United, Tottenham Hotspur og Watford. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að endurnýja ef þið eruð ekki búin að því nú þegar, fjöldi spennandi leikja fram að áramótum sem krefjast 5 Loyalty punkta.

OG vinsamlegast hafið í huga regluna „One ticket per member“, tilgangslaust er að biðja stjórn klúbbsins um miða fyrir aðra en félagsmenn!

Siðustu forvöð á tryggðarpunktum

NÚ eru aðeins tvær vikur til stefnu ætlir þú að tryggja þér 5 Loyalty punkta vegna endurnýjunar hjá Chelsea Football Club, punktar sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á leiki með Chelsea á komandi keppnistímabili.

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búin að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja. Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

ATHUGIÐ að til að vinna sér inn 5 Loyalty punkta þarf að endurnýja fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí n.k. en á meðal leikja Chelsea fram að áramótum sem punktana 5 þarf til má nefna heimaleiki gegn Liverpool, Manchester United og Manchester City, útileiki gegn West Ham United, Tottenham Hotspur og Watford. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að endurnýja ef þið eruð ekki búin að því nú þegar, fjöldi spennandi leikja fram að áramótum sem krefjast 5 Loyalty punkta.

OG vinsamlegast hafið í huga regluna „One ticket per member“, tilgangslaust er að biðja stjórn klúbbsins um miða fyrir aðra en félagsmenn!

Tilfærsla á leikjum 2018-19

Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og eru þeir sem hér segir:

  • Chelsea vs Arsenal, fer fram á Stamford Bridge laugardaginn  18. ágúst og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.
  • Newcastle United vs Chelsea, fer fram á Saint James´s Park sunnudaginn 26. ágúst og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium sunnudaginn 23. september og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Liverpool, fer fam á Stamford Bridge laugardaginn 29. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.

Chelsea vs Manchester City - Samfélagsskjöldurinn

Venju samkvæmt hefst keppnistímabilið í ensku knattspyrnunni formlega með leik Englandsmeistaranna gegn ensku bikarmeisturunum um Samfélagsskjöldinn (Community Shield). Að þessu sinni eigast við lið Manchester City og Chelsea og fer leikur liðanna fram á Wembley leikvanginum í London sunnudaginn 5. ágúst n.k. 

Þessi leikur fellur undir Loyalty Points regluna hjá Chelsea og þurfa félagsmenn að ráða yfir 10 punktum til að eiga rétt á miðum í forkaupsrétti okkar, er stuðst við punktastöðu félagsmanna í lok síðasta keppnistímabils. 

Forkaupsréttur okkar er til og með sunnudagsins 8. júlí n.k. og þurfa umsækjendur að hafa greitt árgjald til klúbbsins fyrir sama tíma til að teljast gjaldgengir auk þess að ráða yfir 10 punktum eins og áður segir.

Leikurinn gefur svo af sér 5 Loyalty punkta og miðar eru seldir nánast á hálfvirði.

Tekið er við pöntunum á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   - Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.