Cadbury vefbordi 600x150px

Reglur um heiðursfélaga Chelsea klúbbsins á Íslandi

Reglur um heiðursfélaga Chelsea klúbbsins á Íslandi

1.gr.
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi er heimilt að gera tillögu til aðalfundar klúbbsins ár hvert um að tiltekinn aðili verður gerður að heiðursfélaga í Chelsea klúbbnum. Einnig er stjórninni heimilt að gera tillögur um heiðursfélaga við önnur hátíðleg tækifæri, t.d. á afmælishátíðum klúbbsins eða við önnur sérstök tækifæri.

2.gr.
Við mat á tillögum skal stjórn klúbbsins horfa til þess að viðkomandi einstaklingur hafi unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir Chelsea klúbbinn eða félagsmenn klúbbsins.

3. gr.
Miðað er við það að heiðursfélagar séu meðlimir Chelsea klúbbsins en þó er heimilt að tilnefna heiðursfélaga þó viðkomandi sé ekki félagi í klúbbnum mæli ríkar ástæður með því.

4. gr.
Heiðursfélagar greiða ekki árgjald til klúbbsins eins og aðrir félagar nema þeir óski þess en njóta allra réttinda sem fullgildir félagsmenn.

5.gr.
Tilnefningum skal fylgja sérstakt skjal til staðfestingar tilnefningar.

Þannig samþykkt á aðalfundi Chelsea klúbbsins þann 6. nóvember 2021

Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.